fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Köttur skotinn með haglabyssu í Dalabyggð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. september 2019 14:03

Myndin úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur högl fundust í ketti sem týndur hafði verið í tvo daga í Dalabyggð. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Eigendurnir héldu í fyrstu að kötturinn hefði slasast á fæti en við skoðun hjá dýralækni fundust fjögur högl eftir haglabyssu, eitt í fæti, annað í eyra og tvö í rófunni.

Kötturinn er enn haltur og með verki í rófunni en er allur að koma til, að sögn eigandans, Guðlaugar Hrannar. Skoðun á höglunum bendir til að þau komi úr haglabyssu sem notuð er til að skjóta lítil meindýr af þriggja til fimm metra færi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum