fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Íbúar við Njálsgötu uggandi: „Það eru þarna lögreglu- og sjúkrabílar nokkrum sinnum í viku“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að Njálsgötu 74 í Reykavík er rekið heimili fyrir heimilislausa á vegum borgarinnar. Starfsemi stuðningsheimilisins hófst árið 2007, en íbúar hverfisins höfðu mótmælt þeim fyrirætlunum kröftuglega og vísuðu til þess, máli sínu til stuðnings að staðsetningin væri óviðeigandi sökum nálægðar við leikskóla- og skólastarf barna. Til að mynda er leikskólinn Barónsborg steinsnar frá stuðningsheimilinu, en jafnframt er leikskólinn Njálsborg í sömu götu. Þó svo ríflega áratugur sé liðinn frá því að stuðningsheimilið var opnað karlmönnum með áfengis- og vímuefnavanda, gætir enn óánægju með fyrirkomulagið meðal nágranna.

Íbúi segir ástandið ekki slæmt en eftirliti sé ábótavant

„Það eru þarna lögreglu- og sjúkrabílar nokkrum sinnum í viku, það er engin lygi, og stundum heyrir maður einhvern góla, svo er klárt mál að þarna fer fram eiturlyfjasala,“ segir Grétar Mar Hreggviðsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við DV.  „Ég myndi samt ekki kalla þetta mikið ónæði.“ Grétar býr ögn frá Njálsgötu 74 og segir ónæðið frá heimilinu ekki vera umfram það sem eðlilegt megi telja í þéttbýli miðborgarinnar. „Þetta er bara partur af því að búa í miðborginni. Hér er alls konar fólk. Ég hef aldrei orðið vitni að því að íbúar þarna séu að ónáða aðra íbúa.“ Grétari finnst þó að rekstraraðili heimilisins, Reykjavíkurborg, megi bæta eftirlit. „Þessi starfsemi er á vegum borgarinnar en það virðist ekki vera mikið eftirlit með starfseminni. Menn virðast geta komið þarna í hvaða ástandi sem er og komist inn. Svo má líka ræða það, að þarna eru frekar mörg heimili á frekar litlu svæði. Það er annað svona heimili aðeins nokkrum húsum neðar, annað niðri á horninu við Snorrabraut og þau eru fleiri þarna á mjög litlu svæði.“ Þó svo heimilið sé nánast við hliðina á leikskólanum Barónsborg þá telur Grétar ólíklegt að íbúar heimilisins raski leikskólastarfi. „Það, að þetta trufli leikskólastarf þarna, finnst mér hæpið. Þetta er aðallega á kvöldin sem maður verður var við þetta,“ segir Grétar. Sjálfur hefur hann ekki orðið fyrir áreiti heimilismanna stuðningsheimilisins. „Það var nú einn gamall róni sem bjó í hinu heimilinu við Njálsgötuna sem gekk nánast á hverjum degi framhjá húsinu mínu. Hann var alltaf hress og gaman að hitta hann. Þessir karlar trufluðu engan. En það urðu margir óhressir þegar þessu heimili var komið á laggirnar.“ Grétar setur þó þann fyrirvara að vel geti verið að þeir sem búi nær heimilinu verði fyrir meira ónæði.  „En einhvers staðar þarf  þetta fólk að vera.“

Verst settu útigangsmennirnir með tvöfalda greiningu

Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu um kortlagningu fjölda og hagi utangarðsfólks í Reykjavík búa að jafnaði átta karlmenn í heimilinu við Njálsgötu. Í skýrslum er talað um að þessir menn séu úr þeim hópi heimilislausra sem verst séu settir og erfiðlega hefur gengið að veita þjónustu. „Algengt er að þessir einstaklingar séu með tvöfalda greiningu, það er áfengissýki og/eða aðra vímuefnafíkn og geðræða kvilla. Ekki er gerð krafa um að umsækjandi sé hættur neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna.“

Íbúar svæðisins hafa einnig verið uggandi yfir þeim einstaklingum sem búa í íbúðum að Njálsgötu 65 sem er í eigu Félagsbústaða. Inni á hverfishóp miðborgarbúa á Facebook hafa íbúar lýst því hvernig leigjendur íbúðana valda ónæði á öllum tímum sólarhringsins, brjóta gler og valda öðrum óþægindum í nærumhverfi sínu. Ein greindi jafnframt frá því að hafa séð dæmdan barnaníðing koma út úr húsinu og hafi sá viðurkennt að búa þar. Njálsgata 65 er beint á móti leikskólanum Barónsborg.

Vilja aukið eftirlit

Þó svo að íbúar hverfisins hafi harðlega mótmælt því fyrr tólf árum að starfsemin hæfist að Njálsgötu 74, virðast kröfur þeirra í dag ekki beinast að húsinu, eða að félagslegu húsnæði að Njálsgötu 65 verði fundinn annar staður. Þvert á móti vilja þeir aðeins að eftirlit verði aukið.

 

Njálsgata 65 er beint á móti leikskólanum Barónsborg.
Opnun stuðningsheimilisins að Njálsgötu 74 var mótmælt harðlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt