RÚV og samtök evrópskra sjónvarpsstöðva eiga nú í viðræðum um sektargreiðslu vegna þess uppátækis Hatara að flagga palestínskum fána í sjónvarpsútsendingu frá söngvakeppninni í vor. Tiltækið er talið brjóta gegn reglum keppninnar sem banna pólitískan áróður.
Þetta kemur fram á vef RÚV og er þar rætt við Rúnar Frey Gíslason, verkefnisstjóra keppninnar. Rúnar segir að sektin verði líklega ekki há. Aldrei hafi komið til tals í viðræðunum að Ísland verði vísað úr keppninni.