Sjúklingur réðst á lækni síðasta mánudag á Reyðarfirði. Þetta kemur fram á austurfrett.is. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi staðfesti þetta í samtali við miðilinn.
Samkvæmt fréttinni er fólk skelkað eftir atvikið en áverkar á lækninum eru ekki miklir. Málið er í rannsókn og meintur árásarmaður var handtekinn.