fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Facebook hlustaði á hljóðupptökur frá Íslandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hlustaði á hljóðupptökur frá einum notanda hér á landi. Persónuvernd hér á landi hefur ákveðið að hefja frumkvæðisathugun vegna þessa öryggisbrests, að því er segir í tilkynningu frá Persónuvernd.

Greint var frá því á dögunum að Facebook hefði notað verktaka til að fara yfir hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger.

„Persónuvernd hefur nú fengið þær upplýsingar frá persónuverndarstofnuninni á Írlandi (Data Protection Commission – DPC) að um sé að ræða hljóðupptökur frá um það bil 50 einstaklingum á Evrópska efnahagssvæðinu, þar af einum frá Íslandi, sem voru afritaðar handvirkt af Facebook Inc. þegar einstaklingur í Bandaríkjunum notaði umrædda þjónustu forritsins og átti í samskiptum við einstakling á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt upplýsingum sem Persónuvernd hafa borist hefur verið slökkt á umræddum valmöguleika á meðan atvikið er til skoðunar.“

Í tilkynningu frá Persónuvernd kemur fram að þar sem ákvörðun um vinnsluna var ekki í höndum Facebook Ireland Ltd., sem hefur staðfestu á Írlandi, heldur móðurfyrirtækisins Facebook Inc., sem staðsett er í Bandaríkjunum, er samræmingarkerfi evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar ekki virkjað og ber því persónuverndarstofnun hvers og eins ríkis innan EES, sem öryggisbresturinn nær til, ábyrgð á að fylgja málinu eftir.

„Í ljósi þeirra upplýsinga sem Persónuvernd hafa borist frá systurstofnun sinni á Írlandi hefur stofnunin ákveðið að hefja frumkvæðisathugun vegna þessa öryggisbrests hjá Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“