Elding harmar það atvik sem upp kom í gær er skipstjóri hjá fyrirtækinu sem sinnti ferjusiglingum var ölvaður. Ábending barst fyrirtækinu um að skipstjóri ferjunnar gæti mögulega verið ölvaður og fóru yfirmenn hans stax á staðinn og mátu að ábendingin væri á rökum reist. Lögreglan var kvödd til og er málið í rannsókn.
Elding tekur mjög strangt á málinu og segir í fréttatilkynningu að búið sé að víkja manninum frá störfum.