fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. ágúst 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur fyrir hvort kvikmyndin Being John Malkovich hafi veitt leigusala einum í New York innblástur. Leigusalinn sem um ræðir ákvað að fara nokkuð óvenjulega leið til að fjölga fermetrunum í húsnæði sínu á Manhattan og græða um leið meiri pening.

Í frétt Business Insider kemur fram að leigusalinn hafi skipt einni hæð í húsinu í tvennt – lárétt – þannig að mjög lágt var til lofts á báðum hæðum. Hann leigði svo lítil herbergi til áhugasamra. Kostaði hvert herbergi um 600 Bandaríkjadali, rúmar 70 þúsund krónur.

Þetta er að sjálfsögðu kolólöglegt og hafa borgaryfirvöld nú lagt sekt á leigusalann sem þarf að reiða fram rúmlega 144 þúsund dali. Engir gluggar voru í mörgum herbergjanna og þá voru brunavarnir algjörlega ófullnægjandi.

Annar leigusali í sama húsi hafði gert það sama á efstu hæð hússins og stendur til að sekta hann um tæplega 140 þúsund dali.

Úr kvikmyndinni Being John Malkovich frá árinu 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt