fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Guðnadóttir vill þakka manninum sem bjargaði dóttur hennar á Olís Norðlingaholti frá frekari meiðslum á sunnudaginn.

Á sunnudaginn var Guðrún stödd á Olís ásamt dóttur sinni, Heklu Sif. Hekla tróð sér á bak við bás og inn í rými sem ætlað er fleka úr rennihurð en hún  klemmdist þar á milli þegar hurðin opnaðist. Í geðshræringu sinni öskraði Guðrún á aðstoð þar sem hurðin gekk ekki til baka. Dóttir hennar stóð föst þar til karlmaður spennti hurðina saman aftur svo hægt væri að losa barnið.

Guðrún segir þessar nokkru sekúndur sem dóttir hennar var föst hafa verið þær lengstu í lífi hennar en tilfinningin að hræðast um líf barnsins síns sé óhjákvæmilega sú versta sem hún hefur upplifað.

Hún skrifaði færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún þakkar manninum fyrir hjálpina. Guðrún segist muna hafa átt stutt samtal við manninn en innihald þess man hún ekki sökum áfallsins.

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti frá frekari meiðslum í gær!

Hekla Sif, litli klaufabárðurinn minn, tróð sér á bakvið bás og inn í rými sem ætlað er fleka úr rennihurð og klemmdist þar á milli þegar hurðin svo opnaðist. Mamman í geðshræringu sinni gargaði á aðstoð þar sem hurðin gekk ekki til baka. Stóð hún þar föst þar til karlmaður spennti hurðina saman aftur svo að losa mætti barnið. Þessar tæpu 7-10 sekúntur voru þær lengstu í lífi mínu en tilfinningin að hræðast um líf barnsins síns er óhjákvæmilega sú versta sem ég hef upplifað! Í áfalli reyndi ég að ná áttum og skoða hvar meiðslin voru og sinna barninu með hjálp yndislegar mæðgna á staðnum sem ég held að ég hafi þakkað fyrir hjálpina. Ef ekki þá sendi ég ykkur þúsund þakkir og kærleiksknús.

Til mannsins sem var fljótur til og klemmdi hurðina saman til að losa barnið vil ég senda óendanlegar þakkir og kveðjur fyrir hans aðstoð! Ég man við áttum stutt samtal en innihald þess man ég ekki en ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki haft rænu á að segja einu sinni takk. Svo að þakkir mínar komist örugglega til skila að þá bjargaði þú henni Heklu Sif frá frekari meiðslum, takk fyrir það innilega!

Eftir heimsókn á Barnaspítalann komumst við að því að hún slapp með skrámur á baki og bringu.

Til allra annarra sem komu að og aðstoðuðu okkur eða hughreystu á einhvern hátt sendi ég líka þakklæti. Slysin gera ekki boð á undan sér og snögg viðbrögð fólks geta skipt sköpum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru