fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistörfum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrsla Landhelgisgæslunnar, TIF-LIF, tók þátt í slökkvistarfi í Grindavík um helgina en eldur logaði í mosa. Var áhöfn þyrlunnar send til aðstoða við slökkvistörf og hefta útbreiðslu eldsins. Fréttatilkynning Landhelgisgæslunnar vegna málsins er eftirfarandi:

Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins. Slökkvilið Grindavíkur barðist við eldinn en erfiðlega reyndist að koma slökkvibílum að vettvangi.

Áhöfnin á þyrlunni lenti við Kleifarvatn þar sem slökkviskjólan var gerð klár og hengd undir vélina. Að því búnu var hún fyllt af vatni og flogið með hana sjö ferðir að eldinum. Greiðlega gekk að hefta útbreiðsluna og slökkva eldinn. Samskipti áhafnar, slökkviliðsmanna og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar gengu afar vel fyrir sig og lauk aðgerðum þyrlunnar á tíunda tímanum um kvöldið. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafa nokkrum sinnum í sumar æft viðbrögð við gróðureldum þar sem slökkviskjólan er notuð. Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir að slökkvistarfi lauk en græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins.

Frá æfingu fyrr í sumar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“