fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Tómur kajak á Þingvallavatni – Björgunarsveitir leita að manninum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 10:14

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan dag í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um undarlegan hlut á floti á sunnanverðu Þingvallavatni, nærri Villingavatni. Lögreglan fór á vettvang ásamt björgunarsveitum og fljótlega fannst eins manns kajak. Kajakinn var uppblásinn og með honum flaut bakpoki.

Þegar lögreglan skoðaði bakpokann nánar kom það í ljós að eigandi hans er erlendur ferðamaður sem hafði gist á tjaldsvæðinu á Þingvöllum nóttina áður. Leitað var á vatninu og í krinum það til klukkan 22 og var leit haldið áfram nú í morgun um klukkan 9.

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu í gær og munu halda því áfram í dag.

Lögreglan er að vinna í því að fá upplýsingar frá aðstandendum ferðamannsins varðandi ferðaáætlanir og plön og nýtur við það aðstoð utanríkisþjónustu Utanríkisráðuneytisins.

Búist er við frekari upplýsingum varðandi málið frá Lögreglunni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“