fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Aukaferðir Strætó vegna Ed Sheeran tónleikanna – Tónleikagestir fá frítt í Strætó 10. og 11. ágúst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina 10-11. ágúst 2019 verða haldnir tvennir tónleikar með söngvaranum Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Tónleikarnir á laugardeginum verða fjölmennustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Gert er ráð fyrir að gestafjöldi á laugardeginum 10. ágúst verði um 30 þúsund, og um 20 þúsund gestir, á sunnudeginum 11. ágúst.

Götulokanir

Engjavegi, sem liggur framhjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og að gatnamótum við Glæsibæ verður lokað fyrir allri umferð nema umferð leigubíla og einkabíla með 4+ farþega sem hafa keypt bílastæði við Skautahöll eða Laugardalshöll.

Reykjavegi verður lokað kl. 12:00 fyrir allri umferð, nema umferð rúta og strætisvagna.

Hluti Suðurlandsbrautar frá gatnamótum Grensásvegs og að gatnamótum Kringlumýrarbrautar lokar fyrir alla umferð, nema umferð rúta og strætisvagna, á meðan á tónleikum stendur.

Kort af tónleikasvæðinu gatnalokunum má nálgast á vef Senu: https://senalive.is/wp-content/uploads/sites/2/2019/07/Yfirlitsmynd_ISL.jpg

Frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Strætóskutlur frá Kringlunni

Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu, gegn framvísun miða eða armbands á tónleikana, á laugardeginum og sunnudeginum.  Leiðir númer 2, 5, 14, 15 og 17 stoppa skammt frá Laugardalsvelli.

Frá kl. 15:30 mun Strætó aka aukaferðir frá Kringlunni og inn á tónleikasvæðið. Vagnarnir munu hefja akstur norðan megin við Kringluna á bakvið Kvikk on the go við Miklubraut. Vagnarnir aka niður Grensásveg, inn á Suðurlandsbraut og stoppa við tónleikasvæðið á Reykjavegi.

Tónleikagestum er ráðlagt að leggja á bílastæðum við Kringluna eða við Sjóvá húsið.

Þegar tónleikum líkur munu Strætóskutlurnar aka frá Suðurlandsbraut og í Kringluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið