Þrjár nauðganir og níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. Þrjár af líkamsárásunum voru meiriháttar hvað varðar áverka, en í þeim urðu beinbrot, þar af höfuðkúpubrot í einu tilviki. Lögreglan telur að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Lögreglan í Vestmannaeyjum fer yfir hátíðina í nokkuð ítarlegum pistli á heimasíðu sinni, og birtir ýmsar tölur um afbrot helgarinnar. Alls sinnti lögreglan 222 verkefnum yfir helgina.