fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Háskólinn í Reykjavík mátti reka Kristin fyrir að hallmæla konum – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn í Reykjavík (HR) var sýknaður af kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors í verkfræði við skólann, í héraðsdómi Reykjavíkur. Kristinn höfðaði mál gegn HR og krafðist 57 milljóna króna í skaðabætur vegna brottrekstrar hans.

Kristni var sagt upp vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hópi. DV greindi frá ummælunum og daginn eftir var hann boðaður á fund mannauðsstjóra og sagt upp.

RÚV greindi frá

Ummæli Kristins voru meðal annars þessi:

„Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Einnig sagði hann:

„Með viðhorfin eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með konum eða hafa þær nærri mér.“

Uppfært:

Mbl.is greinir frá því að Kristinn muni áfrýja dómnum til Landsréttar. Lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, segir: „Það er ljóst að þetta verður aldrei end­an­leg niðurstaða í mál­inu. Það verður aldrei unað við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið