fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 5. ágúst 2019 16:56

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns sem hafði slasast á fæti á Fimmvörðuhálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Nærstaddir heilbrigðisstarfsmenn eru komnir að manninum og hlúa að honum. Á meðan heldur björgunarsveitarfólk akandi upp á hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning, verður hann fluttur annað hvort með bíl eða með þyrlu. Þoka er á slysstað og því óvíst hvor leiðin verður farin.“

Björgunarsveitin var einnig kölluð út í dag vegna konu sem hafði komið sér í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn.

„Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram.“

Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar við umferðastjórnun í Strákagögnum þar sem hafði myndast mikill umferðarhnútur.

„Um klukkan hálf þrjú óskaði lögreglan á norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Þegar björgunarsveitarfólk mætti að göngunum var allt stopp vegna mikillar umferðar. Nú um klukkutíma síðar er flækjan að leysast að sögn björgunarsveitarmanna á staðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“