fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurlandi hefur kært 21 ökumann fyrir hraðaakstur frá því í gærmorgun – UPPFÆRT

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. ágúst 2019 10:17

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í gærmorgun hafa 21 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur og einn ökumaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, sem greinir frá þessi í Facebook færslu.

Þar að auki á þremur ökumönnum til viðbótar að hafa verið sagt að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum.

Lögreglan á Suðurlandi greinir einnig frá þriggja bíla árekstri sem varð við Olís á Selfossi þar sem allir sluppu ómeiddir, en lögregla hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.

Búast má við því að lögregla auki umferðareftirlit í dag, en ökumenn sem aka frá Landeyjahöfn mega búast við að lögregla stöðvi þá til að kanna ástand þeirra.

UPPFÆRT

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú sent frá sér aðra færslu þar sem fram kemur að frá því klukkan þrjú í nótt hafi sjö ökumenn komandi frá Landeyjahöfn verið kærðir fyrir ölvunar eða vímuefnaakstur. Þess vegna mega allir þeir ökumenn sem koma frá  Landeyjahöfn gera sterklega ráð fyrir því að vera látnir blása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið