Frá því í gærmorgun hafa 21 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur og einn ökumaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, sem greinir frá þessi í Facebook færslu.
Þar að auki á þremur ökumönnum til viðbótar að hafa verið sagt að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum.
Lögreglan á Suðurlandi greinir einnig frá þriggja bíla árekstri sem varð við Olís á Selfossi þar sem allir sluppu ómeiddir, en lögregla hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.
Búast má við því að lögregla auki umferðareftirlit í dag, en ökumenn sem aka frá Landeyjahöfn mega búast við að lögregla stöðvi þá til að kanna ástand þeirra.
Lögreglan á Suðurlandi hefur nú sent frá sér aðra færslu þar sem fram kemur að frá því klukkan þrjú í nótt hafi sjö ökumenn komandi frá Landeyjahöfn verið kærðir fyrir ölvunar eða vímuefnaakstur. Þess vegna mega allir þeir ökumenn sem koma frá Landeyjahöfn gera sterklega ráð fyrir því að vera látnir blása.