fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Jón segir Íslendinga haldna fordómum gagnvart sjónvarpi: „Ég hef tekið eftir smá fyrirlitningasvip á fólki og þegar ég hef verið að dásama sjónvarpið“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2019 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr segir Íslendinga gjarnan haldna fordómum gagnvart sjónvarpsþáttum. Þetta hafi meðal annars birst í því að leikarar hafi lent í aðkasti vegna hlutverka þeirra í Fóstbræðrum.  Nú er Jón að vinna að verkefni sem hefði verið kjörið sem sjónvarpsþættir, en telur þó að slíkt veðri ekki fært hérlendis, því kýs hann fremur að skrifa verkefnið sem bók. Hann óttast jafnframt að ef ástandið haldist óbreytt, þá muni framleiðsla á íslensku sjónvarpsefni færast úr landi til aðila á borð við Netflix.

„Hér er smá ástarjátning. Þannig er mál með vexti að ég elska sjónvarp og hef gert síðan ég sá það fyrst.“ Svona hefst pistill Jóns á Facebook. Þar gagnrýnir Jón íslensk yfirvöld og almenning fyrir fordóma í garð sjónvarpsþáttagerðar.  Telur Jón það furðu sæta að yfirvöld viðurkenni ekki sjónvarpið sem miðil til að styrkja og efla íslenska menningu og tungu.

„Ég hef margoft reynt að benda á þetta í gegnum tíðina en hef talað fyrir nokkuð daufum eyrum.“

Vantar upp á opinberan stuðning

Til dæmis á Jón bágt með að skilja hvers vegna sjónvarpsstöð Íslendinga, RÚV, hafi ekki þann megintilgang að framleiða íslenskt leikið sjónvarpsefni og hvers vegna ekki er að finna opinberan stuðning við sjónvarpsþáttaframleiðslu á borð við Kvikmyndamiðstöðina.

„Íslendingar, sérstaklega vinstri sinnaðir menningarvitar, hafa gjarnan haft mikla fordóma gegn sjónvarpi. Stundum þegar ég hef verið tað tala um þetta opinberlega þá hef ég tekið eftir smá fyrirlitningarsvip á fólki og þegar ég hef verið að dásama sjónvarpið í gegnum tíðina þá hef ég jafnvel skynjað meðaumkun.“

Aðkast vegna Fóstbræðra

Jón segir að þegar þættirnir Fóstbræður voru í sýningu hafi margir Íslendingar sérstaklega stært sig af því að vera ekki áskrifendur af Stöð 2, og að leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson hafi orðið fyrir aðkasti vegna hlutverka þeirra í þáttunum.

„Eins og þeir væru að taka eitthvað niður fyrir sig með svona fíflagangi frekar en að byggja upp glæsilegan feril í leikhúsinu. Og þessi andúð á sjónvarpinu er eitt, annað mál eru þeir gríðarlegu fordómar sem Íslendingar höfðu gagnvart öllu gríni. Það hefur reyndar breyst mikið.“

Íslensku sjónvarpi, er samkvæmt Jóni, stýrt af fólki sem hefur lítinn sem engan áhuga á sjónvarpsefni. Oft fólk með rætur í menningar- eða viðskiptalífinu. „Ég hef fáa hitt sem brenna af ástríðu fyrir sjónvarpinu sem miðli og skynja möguleikana og tækifærin sem í því búa“

Margar Evrópuþjóðir hafi ákveðið að veðja á sjónvarpið t.d. Danir og hefur árangurinn af því verið mjög góður. Þó svo Ísland sé lítið land og geti illa keppt við sjónvarprisa í útvörpum þá getum við samt gert svo mikið mikið betur.

„Það sem vantar aðallega er meðvitund og skilningur í stað fáfræði, áhugaleysis og fordóma. Sjónvarpsframleiðsla er í miklum uppgangi í heiminum. Fleiri og fleiri rithöfundar taka að sér að skrifa fyrir sjónvarp. Það þykir ekki lengur að taka niður fyrir sig að vinna við sjónvarp, þvert á móti.“

Jón segir Ísland eiga mikið fagfólk á heimsmælikvarða, en stjórnmálamenn og almenningur átti sig ekki á því.

„Ég er búinn að vera að hugleiða þessi mál mikið undanfarið. Ég er að leggja drög að verkefni sem ég er að byrja að skrifa. Ég hef alltaf hugsað það sem sjónvarpsþætti. Þetta er svolítið flókið og svolítið kreisí. Ég hef því ákveðið að fara þá leið að skrifa þessa sögu sem bók vegna þess að mér finnst aðrar leiðir ekki færar.“

Einnig segir Jón að Ísland eigi það á hættu að missa sjónvarpsþáttaframleiðslu sína úr landi til aðila á borð við Netflix.

„Ég veit ekki hvort það er alvont, en við erum með mikil verðmæti í höndum sem við virðumst ekki alveg gera okkur grein fyrir og ég óttast að við látum aðra hafa þau skilyrðislaust. Vonandi fer það vel.

Auðvitað er ennþá innlend framleiðsla. Síminn hefur verið að sýna þætti og nýverið var lokið tökum á nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Ráðherrann.

Jón Gnarr
Rithöfundur, meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands og situr í stjórn Sambandsins. Skrifar bækur, leikrit og handrit að sjónvarpsþáttum og hefur kennt handritaskrif fyrir sjónvarp við University of Houston

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið