Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á Suðurlandsvegi á milli Rauðhóla og Fjárborgar. Frá þessu greinir Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, en talið er að bílarnir hafi komið úr sitthvorri áttinni.
Mikil umferðarteppa hefur myndast, en lögregla ætlar að opna umferð í borgina eins fljótt og hægt er.
Lögreglan bendir þó á hjáleiðir, til dæmis Bláfjallaveg og Hafravatnsveg.