fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Ætla niður kambana í hjólastólum – Mótmæla núverandi ástandi

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. ágúst 2019 13:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun hefjast svokallað hjólastólarallý, en þar munu nokkrir einstaklingar sem bundnir eru hjólastól renna sér niður Kambana við Hveragerði.

Rallýið er á vegum hópsins Ferðabæklingarnir og tilgangur þess er að mótmæla meðferð stjórnvalda á fötluðu fólki. Þetta staðfestir Jack Hrafnkell Daníelsson góðvinur Ferðabæklinganna í samtali við DV.

„Þetta snýst náttúrulega um það hvernig komið er fram við öryrkja af hendi stjórnvalda,“ segir Jack sem er sjálfur öryrki.

Klukkan fimm í kvöld mun ferðalagið hefjast á Olís Norðlingaholti, þaðan verður síðan haldið á Kambana.

Búist er við því að rallýið sjálft hefjist klukkan sex, en Jack hvetur fólk til að mæta og fylgjast með, þar að auki biður hann þá sem eiga leið hjá að sýna stuðning með því að flauta og veifa.

Þetta er þó einungis fyrsti hlutinn í ferðalaginu, en seinna í Ágúst verður meðal annars skriðið upp tröppurnar við Skógafoss.

„Ástandið er orðið ömurlegt í dag, sem dæmi má nefna sjúkratryggingar Íslands sem neitar fólki oftar en ekki fólki um þau hjálpatæki sem það þarf. Það verður að föngum á eigin heimili.“ segir Jack sem hefur fengið sig fullsaddan af nokkrum stjórnmálamönnum sem hann fer ófögrum orðum um.

Jack bendir meðal annars á að stundum borgi sig ekki að vera í vinnu með öryrkjabótum, „það getur á endanum kostað mann meira en að vera ekki í vinnu, þá liggjandi í sófa heima hjá sér,“

„Fólk þarf að velja á milli þess að borga húsaleigu og eiga í matinn!“ segir Jack sem finnst öryrkjabætur ekki hafa hækkað í samræmi við leigugjöld.

Jack er afar stoltur af vinkonu sinni henni Maríönnu Vilbergs Hafsteinsdóttur sem fer meðal annara í rallýið í kvöld, en hún hefur glímt við MS sjúkdóminn.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af viðurðinum á Facebook-hópnum Krefjumst betri kjara! Áfram við, öll sem eitt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið