fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Myndir frá hátíðinni á Flúðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagurinn gekk vel á útihátíðinni Flúðir um versló og hátíðargestir létu sólarleysi ekki á sig fá. Veður var einnig bæði þurrt og gott. Í tilkynningu frá hátíðarhöldudum segir meðal annars:

„Upp úr þrjú hófst mikil skrúðganga þegar mannhafið færði sig um set og kom sér fyrir í Torfdalnum til að fylgjast með Vélfangs Traktoratorfærunni. Áhorfendur voru fleiri þúsund og er það ekki óvanalegt fyrir þennan vinsælasta viðburð verslunarmannahelgarinnar. Eftir harða keppni stóð Óskar Björnsson uppi sem sigurvegari og ók hann Massey Ferguson dráttarvél.“

Kvölddagskráin hófst á tónleikumm með  Eyþóri Inga í félagsheimilinu en hljómsveitin Made in sveitin sá um stórhátíðardansleikinn. „Það var samdóma álit viðbragsaðila að dansleikurinn hafi farið með eindæmum vel fram og ekki kom til neinna stympinga. Allir skemmtu sér hið besta,“ segir í tilkynningunni.

Um dagskrána í dag, sunnudag, segir:

„Í dag sunnudag verður hvergi slegið slöku við því helgin stendur sem hæst. Um hádegi opnar kaffihús og upplýsingamiðstöð ,,Flúðir um versló” hægt er að gæða sér á gómsætum kökum, rjúkandi kaffi eða kakó og jafnvel gera það ,,írskt” ef vilji er til. Sprell leiktæki opna á sama tíma. Leikhópurinn Lotta sýnir litlu hafmeyjuna í Lækjargarði klukkan 13:00 og svo fer fram Furðubáta keppnin klukkan þrjú við brúna yfir litlu Laxá.

Brenna og brekkusöngur fer fram í Torfdalnum klukkan níu og svo kemur, að öðrum ólöstuðum, besta ballaband landsins Stuðlabandið fram á dansleik sem hefur verið kallaður ,,heimamannaballið” þá flykkjast heimamenn á ball til að hitta gesti hátíðarinnar. Allir koma saman og gleðjast yfir frídegi verslunarmanna.“

Meðfylgjandi myndir eru frá hátíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið