„Þessir tveir fávitar fóru á kostum við ströndina áðan. Hentust út úr bílnum á sundskýlum, stungu sér útí og klifruðu uppá ísmolann sem rak uppávið í aðfallinu,“ skrifar Adolf Ingi Erlingsson í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hann birti myndbandið sem sjá má hér að neðan. Atviki átti sér stað skammt frá Jökulsárlóni, að því er fram kemur á vef Hringbrautar sem einnig hefur fjallað um málið.
Myndskeiðið hefur vakið mikla athygli. Sumir eru hrifnir af dirfsku ungu mannanna en aðrir telja þetta vera fífldirfsku. „Gaman sem breytist í fokdýrt margar milljóna króna útkall ef eitthvað kemur fyrir“ skrifar einn í umræðum undir færslunni. Annar segir: „Af hverju eru þeir fávitar? Eru þetta ekki bara ævintýra menn að leika sér?“
Dæmi hver fyrir sig. Myndbandið er hér fyrir neðan:
https://www.facebook.com/adolf.erlingsson/videos/pcb.10157378605324650/10219141081019814/?type=3&theater&ifg=1