Bandarískur ferðamaður sem var við veiðar við Úlfljótsvatn í gær og féll í vatnið er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn, sem var á áttræðisaldri, var fluttur meðvitundarlaus með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík í gær. Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi.