Flytja þurfti tvo menn með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í morgun eftir líkamsárásir í Vestmannaeyjum, en þar nú haldin árleg Þjóðhátíð í Eyjum, eins og alltaf um verslunarmannahelgina. Alls voru fjórar líkamsárásir tilkynntar í Eyjum í nótt en hinar tvær voru minniháttar. Þrír menn eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar þessara mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Tíu fíkniefnamál komu upp í gærkvöld og nótt og eru þau öll svokölluð neyslumál, nema eitt þar sem grunur er um sölu, segir einnig í tilkynningunni.