fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Þrjár ungar konur sluppu ótrúlega vel frá bílveltu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2019 02:24

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílvelta varð á veginum milli Reykholtsdals og Hálsasveitar, skammt frá Hraunfossum, um kvöldmatarleytið í kvöld. Fólksbíll af gerðinni Subaro Legacy fór út af veginum og valt fimm veltur en vegurinn liggur í nokkurri hæð. Óhappið varð í beygju.

DV hefur nánar heimildir af slysinu vegna tengsla.

Þrjár konur á aldrinum 24-25 ára voru í bílnum og eru taldar hafa sloppið ótrúlega vel frá slysinu, en bíllinn er mikið skemmdur. Mikil umferð var á þessum vegarkafla er slysið varð og stöðvaðist um tíma. Vegfarendur hlúðu að konunum þar til sjúkrabíll kom á vettvang.

Sjúkrabíll flutti konurnar á Slysadeild Landspítala í Fossvogi. Tvær kvennanna reyndust nánast ómeiddar en sú þriðja fékk slæmt handleggsbrot og var lögð inn. Ekki er talið að annað ami að henni en hún er til nánari skoðunar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“