fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Sigurjón dottaði undir stýri þegar hann velti olíubílnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. ágúst 2019 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórsson sem varð fyrir því óláni að velta olíubíl á Öxnadalsheiðinni fyrir skömmu segist hafa dottað eitt augnablik undir stýri með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Sigurjón. DV greindi frá slysinu í nokkrum fréttum í kringum 25. júlí og birti stutt viðtal við móður Sigurjóns, Jónu Kristínu Sigurðardóttir. Þá lá Sigurjón á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri mikið slasaður, en þó var komið á hreint að meiðsli hans voru ekki lífshættuleg.

Í viðtalinu við Morgunblaðið segist Sigurjón hafa verið undir miklu vinnuálagi dagana í kringum slysið. „Þegar ég fer yfir þetta hef ég eflaust verið þreyttur, en hundsað það, ég hafði unnið mikið dagana á undan, en mér fannst ég alveg hress þegar ég mætti til vinnu um morguninn,“ segir hann.

Olía lak úr bílnum á slysasvettvangi og samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins er talið að um 8 þúsund lítrar hafi lekið út. Tókst hins vegar vel að hefta lekann og lágmarka skaðann.

Um meiðsli Sigurjóns segir í greininni:

„Sigurjón hlaut margvíslega áverka í slysinu. Sex rifbein brotnuðu aftan til í baki, loftbrjóst myndaðist á vinstra lunga og vökvasöfnun. Þá hruflaðist hann umtalsvert og er mikið marinn, einkum á vinstri hlið líkamans. Þá er styrkur vinstri handar skertur og í vikunni þurfti að flytja hann á Landspítala með sjúkraflugi sökum þess að æðar í milta höfðu myndað slagæðagúlp. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni dveljast á Sjúkrahúsinu á Akureyri út mánuðinn eða fram í þann næsta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“