Um 30 grindhvölum var bjargað eftir að þá rak á land í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í nótt. Um tuttugu hvalir fórust og varð ekki bjargað. Meðfylgjandi eru myndir af björgunaraðgerðunum. Markmiðið var að vökva dýrin og halda þeim rökum til þess að auka líkurnar á því að þau myndu lifa af. Þeim aðgerðum lauk í morgun um klukkan átta þegar björgunarmönnum tókst að koma þeim hvölum á sund sem lifðu nóttina af.
Myndirnar tók Guðbrandur Örn Arnarson fyrir hönd Landsbjargar.