fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hinseginleikinn orðinn að hlaðvarpsseríu

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 3. ágúst 2019 17:00

Geislandi fögur. Ingileif væntir frumburðar síns síðar í mánuðinum. skjáskot: instagram.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingileif Friðriksdóttir dagskrágerðarkona hefur um langa hríð verið ötul baráttukona um málefni samkynhneigðra og hún birti nýverið færslu þar sem hún greinir frá nýjasta verkefni sínu.

„Ég er stolt af ýmsu sem ég hef gert í gegnum tíðina, en Hinseginleikinn er það verkefni sem ég er allra stoltust af. Það sem hófst sem lítil hugmynd í prófatíð í háskólanum vorið 2016 en hefur síðan þá þróast út í svo kraftmikinn fræðsluvettvang og raunar samfélag sem ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að vera hluti af. Hinseginleikinn hefur tekið á sig ýmsar myndir, verið á samfélagsmiðlum, orðið að sjónvarpsþætti og fyrirlestrastöð – en nú er Hinseginleikinn orðinn að podcast-seríu sem ég er svo spennt að deila með ykkur.

Fyrsti þátturinn er kominn á Spotify og væntanlegur á aðrar steymisveitur – en þar fer ég yfir söguna sem ekki má gleymast og á magnað spjall við hinn eina sanna Pál Óskar. Þættirnir eru gefnir út ásamt @rúvnúll í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga hér á landi og munu koma inn vikulega á þriðjudögum næstu sex vikurnar. Ég er ótrúlega stolt af útkomunni og hvet ykkur til að hlusta.“ Með færslunni fylgdi falleg mynd af Ingileif sem væntir frumburðar síns síðar í mánuðinum. Ingileif er gift Maríu Rut Kristinsdóttur en hún á son úr fyrra sambandi. Hjónin giftu sig síðastliðið sumar á Flateyri en Ingileif starfar sem blaðamaður og söngkona en hefur jafnframt starfað við dagskrárgerð í sjónvarpi og er meðal spurningahöfunda og dómara Gettu betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“