fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Valgarð er látinn – Lögmaðurinn sem var fyrstur Íslendinga til að aka frá vinstri yfir á hægri akrein.

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. ágúst 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmaðurinn Valgarð Briem lést á Landspítalanum á miðvikudaginn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá uppkomna syni.

Valgarð var fyrstur Íslendinga til að aka bíl frá hægri yfir á vinstri akrein fyrir 51 ári síðan þegar skipt var yfir í hægri umferð hér á landi.

Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1950. Hann starfaði sem lögfræðingur Bæjarútgerðar Reykjavíkur árin 1951-1959 og var framkvæmdastjóri umferðarnefndar Reykjavíkur frá 1955 til 1959. Hann var forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1959-1966 og hóf síðan rekstur lögmannsstofu þar sem hann starfaði til 1996.

Hann var virkur í stjórnmálastarfi og var mikill Sjálfstæðismaður. Hann var meðal annar formaður Vöku á háskólaárum sínum, formaður Nes- og Melahverfi 1969-1971, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1972 og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1974-1982.

Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1975.

DV vottar aðstandendum sínar dýpstu samúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“