fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Hálfíslenskur glæpamaður handtekinn í Flórída

Auður Ösp
Föstudaginn 2. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

22 ára karlmaður af íslenskum ættum, var handtekinn í Flórída þann 17. júlí síðastliðinn. Samkvæmt þarlendum miðlum skildi maðurinn eftir sig glæpaslóð í Pinellas-sýslu.

Bandarískir fréttamiðlar hafa greint frá nafni mannsins, Chance Broga Friðriksson, en hann er fæddur í desember árið 1996. Á hann íslenskan föðurafa sem samkvæmt þjóðskrá er búsettur í Bandaríkjunum.

Samkvæmt opinberum skýrslum bandarískra yfirvalda á Chance Broga þónokkurn brotaferil að baki.

Í september 2014 var hann handtekinn fyrir vopnaða líkamsárás og fyrir að sýna mótþróa við handtöku. Í maí 2016 hlaut hann þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þau brot. Í ágúst 2016 var hann handtekinn fyrir ofbeldisbrot og í septemer sama ár var hann handtekinn fyrir að svíkja út lyfseðilsskyld lyf. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í júlí 2017 en látinn laus í ágúst 2018.

Þóttist vera í viðskiptaerindum

Fram kemur á bandarískum fréttamiðlum að í maí síðastliðnum hafi Chance verið gestur á heimili í borginni Largo í Pinellas-sýslu og stolið þaðan peningaveski húsráðandans. Vitni fann veskið síðar og var þá tómt.

Mánuði síðar, þann 10. júní, fór Chance Broga á vegahótel í Clearwater-borg í Flórída og tjáði starfsfólki móttökunnar að hann væri yfirmaður á vegum heilsugæsluþjónustunnar Suncoast Center and National Alliance on Mental Illness.

Sagðist hann hafa sett upp viðskiptafundi á hótelinu og ætti von á fimm öðrum einstaklingum í tengslum við það.

Í kjölfarið gerði hann samning við hótelið um sérstök kjör sem fól meðal annars í sér að hann var ekki rukkaður um fyrirframgreiðslu eða tryggingargjald.

Fram kemur í handtökuskýrslu að Chance Broga og „fáeinir aðrir“ hafi dvalið á hótelinu frá 19. júní til 24. júní, lagt hótelherbergin í rúst og síðan yfirgefið hótelið án þess að greiða reikninginn, sem hljóðaði upp á rúmlega 340 þúsund íslenskar krónur.

Þann 17. júlí sáu lögreglumenn Chance Broga fara inn í leigubíl á vegum Uber. Fram kemur að lögreglumennirnir hafi vitað að handtökuskipun á hendur honum væri í gildi. Þeir stöðvuðu því bifreiðina og var Chance Broga handtekinn.

Fram kemur í handtökuskýrslu að lögreglumenn hafi fundið amfetamín í baksæti bifreiðarinnar. Þegar komið var á lögreglustöðina fannst sprautunál í jakkavasa Chance.

Chance var í kjölfarið ákærður fyrir stórþjófnað, fjársvik og eiturlyfjavörslu en áður höfðu verið gefnar út tvær handtökuskipanir á hendur honum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“