fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Svikið loforð um bætt aðgengi – „Svona framkoma er algjörlega óþolandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2019 12:30

Myndin er samsett: Ránarbraut 1 í Vík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir loforð hefur enn ekkert verið gert til að bæta aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík. Fjögur ár eru síðan sýslumaður og eigandi hússins, Arion banki, lofuðu úrbótum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fréttablaðið vakti athygli á aðstöðunni í júlí 2015. Ekki væri hjólastólaaðgengi að húsnæðinu og þar með aðgengi fatlaðra að húsnæðinu og þjónustunni hamlað.  Sýslumaðurinn á Suðurlandi sagði að ekki væri til staðar fjármagn til að standa undir kostnaði við nauðsynlegar breytingar á aðgengi þrátt fyrir að embættið sinni málefnum fatlaðra frá skrifstofu sinni á annari hæð í lyftulausu húsinu.  Í kjölfar fréttaflutnings hækkað Arionbanki leiguna til að standa straum af kostnaði við að bæta aðgengi.

Sjálfsbjörg leitaði eftir svörum frá Sýslumanni um hvers vegna ekkert hefði verið aðhafst í málinu.  Í svörum sem bárust frá sýslumannsembættinu kemur fram að engar efndir hafi orðið í málinu og leigusamningi hafi verið sagt upp árið 2016.

„Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir formaður Sjálfsbjargar, Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, í samtali við Fréttablaðið.

Arion banki segist harma aðgerðarleysið og að í kjölfar ábendingar Sjálfsbjargar hafi verið ráðist í aðgerðir og nú sé búið að panta lyftu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“