fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Bæjarstarfsmönnum Seltjarnarnesbæjar sagt upp störfum fyrirvaralaust – „Hræðilegt fyrir unga námsmenn“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstarfsmönnum Seltjarnarnesbæjar var tilkynnt í dag að þeir væru að vinna sinn seinasta vinnudag í sumar. Þetta staðfestir Gísli Hermannsson sviðstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnes í samtali við blaðamann DV.

Fréttirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlinum Twitter í dag, en þar tilkynnti einn notanda miðilsins frá þessu.

„Seltjarnarnes bær ákvað bara í alvörunni að tilkynna bæjarstarfsmönnum sem eru sumarstarfsmenn að þetta yrði seinasti dagurinn þeirra í dag. Enginn fyrirvari. Áttu að vinna til lok ágúst. Hræðilegt fyrir unga námsmenn.“

Gísli Hermannsson viðurkennir að málið sé afar leiðinlegt og segir það sín mistök að starfsmennirnir hafi ekki fengið lengri frest. Samkvæmt honum voru starfsmennirnir sex eða sjö.

Gísli tekur þó fram að starfsmennirnir hafi unnið lengur en ráðningarsamningur gaf til kynna og að vanin sé að fækka starfsmönnum fyrir verslunarmannahelgi.

„Það hefur engin komið og kvartað við mig“ segir Gísli sem finnst málið þó leiðinlegt og segir að um mannleg mistök séu að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“