Vegna umferðaróhapps er vegurinn um Víkurskarð lokaður um stund. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir að víða sé unnið að framkvæmdum og viðhaldi á vegum nú um stundir verður reynt að draga úr því í kringum verslunarmannahelgina. Vegagerðin bendir ferðalöngum á að sýna aðgát um þessa stærstu ferðahelgi ársins.
Næturlokanir verða á Þingvallavegi við Gjábakka 6-14. ágúst vegna framkvæmda. Veginum verður lokað milli 21:00 og 08:00.