fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Sýslumaður hlusti ekki á börn sem greint hafa frá ofbeldi – Álit sérfræðinga virt að vettungi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er deilt á meðferð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umgengnismálum, þar sem börn hafa greint frá ofbeldi, í nýjasta blaði Stundarinnar. Framburður barnanna sjálfra sem og skýrslur og frásagnir sérfræðinga í málefnum barna virðist hafa lítið sem ekkert gildi í málunum.

Hvött til að tala vel um barnsföður þrátt fyrir að börnin hafi sakað hann um ofbeldi

Árið 2017  úrskurðaði Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í umgengnismáli þar sem börn höfðu greint frá meintu kynferðisofbeldi föður. Þrátt fyrir að frásögn barnanna fengi stoð í gögnum og framburði sérfræðinga um trúverðugleika framburðar þeirra og möguleg neikvæð áhrif á þroska þeirra og geðheilsu var úrskurðað að umgengni skyldi aukin.  Sýslumaður leit framhjá gífurlegu magni gagna í málinu og grundvallaði úrskurð sinn á meintu tengslarofi barnanna við föðurinn. Hann beindi því jafnframt þeim skilaboðum til móður barnanna að hún ræddi um föðurinn við börnin með jákvæðum hætti og að hún hvetji þau til umgengni við föður.

Dómsmálaráðuneytið felldi úrskurðinn úr gildi þar sem ekki hefði vilji barnanna til umgengni verið kannaður með nægjanlegum hætti og hvort viðhorf þeirra væri litað af neikvæðum viðhorfum móður. Sýslumaður úrskurðaði svo í annað sinn árið 2018 þar sem hann tók fram að ekki teldi hann líkur á að börnin yrðu beitt ofbeldi í umgengni við föður, en lét börnunum þó sjálfum eftir að ákvarða hvort þau vildu hitta föður sinn. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest þá niðurstöðu.

Framburður barnanna og sérfræðinga metinn lítils

Í Stundinni er það sagt athyglisvert hversu lítið vægi framburður barnanna fékk í málinu. Þau hafi verið þráyfirheyrð vegna málsins og þrátt fyrir að Barnahús hafi eftir níu viðtöl komist að afdráttarlausri niðurstöðu ákvað sýslumaður eftir sem áður að fara fram á að embættið fengi sjálft að yfirheyra börnin. Sú yfirheyrsla var ekki framkvæmd af óháðum sérfræðingi, þrátt fyrir beiðni þar um, heldur af félagsráðgjafa í starfi hjá Sýslumanni. Í viðtalinu voru börnin þráspurð út í meint kynferðisofbeldi og látin lýsa því í miklum smáatriðum, þrátt fyrir að þau hafi á þeim tíma oft greint frá sömu atvikum.

Rannsókn Stundarinnar á úrlausn sýslumanns í umgengnismálum sem þessum gefa til kynna að: „Viðvörunarorð fagfólks og vísbendingar  um kynferðisbrot, meðal annar framburður barna hjá meðferðaraðilum og Barnahúsi, hafa ekki verið talin hafa sérstakt vægi við ákvörðun umgengni við föður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“