fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Vill stemma stigu við tilhæfulausum hælisumsóknum – „Við eigum rétt á því að fólk komi ekki hingað á fölskum forsendum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Straumur flóttamanna í Evrópu er nú í rénum. Hælisleitendur og flóttamenn koma ekki til Íslands á sömu forsendum og mikilvægt er að efla lög og reglur um útlendinga til að fyrirbyggja svokallaða „verslun með dvalarleyfi“ og að útlendingar komi hingað á röngum forsendum. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í pistli í Morgunblaðinu.

Sigríður segir að þrátt fyrir gífuryrði í garð stjórnmála- og embættismanna þegar mál útlendinga á Íslandi eru rædd þá sé raunveruleikinn svo að Ísland standi útlendingum opið. „Miðað við höfðatölu er Ísland meðal þeirra Evrópuríkja sem hafa tekið á móti flestum umsóknum um hæli.“

Munur á flóttamanni og hælisleitanda

Útlendingar komi flestir til Íslands á grundvelli samninga Íslands við Evrópuríki á meðan færri útlendingar komi frá svæðum utan evrópska efnahagssvæðisins. Undanfarin ár hafi hælisleitendum þó fjölgað mikið.

„Sá er munurinn á flóttamönnum sem hingað koma og hælisleitendum að hinir fyrrnefndu uppfylla skilyrði alþjóðasáttmála til að vera skilgreindir sem slíkir. Við tökum á móti þeim af yfirlögðu ráði og skipuleggjum vel komu þeirra ekki síst með því að undirbúa okkur sjálf. Hælisleitendur koma hins vegar á eigin vegum og á margvíslegum forsendum.“ segir Sigríður.

Hún segir að margir hælisleitendur komi hingað til lands á eigin vegum og á margvíslegum forsendum. Flestir séu þó ekki að flýja neina ógn heldur eru að leitast eftir því að koma betur undir sig fótunum í lífinu. Hælisleitandi sem fengið hefur dvalarleyfi á mannúðarsjónarmiðum í öðru landi getur ekki hlotið annað slíkt leyfi annars staðar. Hann hefur þó eftir sem áður heimild til að sækja um dvalarleyfi í öðru ríki, svo sem vegna vinnu eða náms.

Versla með dvalarleyfi

Ef hömlum á veitingu dvalarleyfis verður aflétt segir Sigríður að það geti ýtt undir það sem kallast „að versla með dvalarleyfi sín“, sem hefur orðið ástæða aðgerða stjórnvalda í Evrópu og Kanada. Þó svo einstaklingur hafi fengið hæli í ríkjum sem eru fátækari en Ísland, svo sem Grikklandi, þá séu réttindi þeirra ekki um allt ólík réttindum innfæddra þar í landi. Bágar aðstæður skýrist einfaldlega af almennum slæmum aðstæðum í fátækara ríkinu. Hins vegar séu réttindin ólík þegar það kemur að frjálsu flæði manna á EES-svæðinu. Þá þurfi einstaklingur sem fengið hefur hæli af mannúðarástæðum eftir sem áður að sækja um dvalarleyfi á sömu forsendum og aðrir utan EES , vilji hann fá dvalarleyfi annars staðar en í því ríki sem hann hefur hlotið hæli í.

Þarna telur Sigríður að löggjafinn á Íslandi geti brugðist betur við. Erfitt sé einstaklingum frá ríkjum EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hérlendis. „Alls ekki útilokað  en leiðin að því hefur verið og er stórgrýtt.“

Kostnaður við 140 umsóknir á bilinu 340-500 milljónir

„Ég hef hins vegar lengi talið löngu tímabært, ekki síst í ljósi tilhæfulausra umsókna um hæli hér á landi, að áhugasömum um dvöl hér sé beint í skynsamlegri farveg.“

Sigríður bendir á að árið 2018 hafi borist yfir 140 hælisumsóknir frá einstaklingum sem þegar höfðu fengið hæli í öðru ESB-ríki. Kostnaður vegna þessa mála var á bilinu 340-500 milljónir. Sigríður lagði fram frumvarp í byrjun árs sem á að auka skilvirkni og gagnsæi við afgreiðslu umsókna sem og að bæta meðferð opinbers fjár.

„Landamæri okkar eiga að hafa hlið sem leyfa frjálsa för manna, og fleiri en EES-borgara, sem eru í lögmætri för. Á móti eigum við rétt á því að fólk komi ekki hingað á fölskum forsendum. Að það komi ekki sem hælisleitendur ef það hefur þegar fengið hæli í öðru ríki og ætlunin er bara að leita að vinnu hér á landi.“ 

Nú sé flóttamannastraumurinn til Evrópu í rénum, en hins vegar muni áfram koma hingað einstaklingar í leit af nýjum tækifærum.

Við skulum taka því fagnandi en ekki ýta undir ólöglega för með sýndarmennsku,“ segir Sigríður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim