Þar er karlmaður talinn hafa ráðist að konu.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í síma 444 2000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Lögreglan segir áverka konunnar sem talin er hafa orðið fyrir árásinni talda vera minniháttar en engu að síður er mikilvægt að upplýsa um málsatvik eins og kostur er.