Þessar samræður eiga það til að vera frekar áhugaverðar, til dæmis þessar um fyrstu áfengistegundina sem fólk smakkaði:
Hvað er fyrsta áfengið sem þið smökkuðuð?
Ég byrjaði á sopa af Alsace Grand Cru Steinklotz Pinot Griz frá Arthur Metz. Sætt og fruity.— róslín ? (@roslinv) July 30, 2019
Hér deilir notandinn Róslín með fylgjendum sínum hvaða áfengi það var sem hún smakkaði í fyrsta skipti og fjöldinn allur af Íslendingum deildi sögunni af sínu fyrsta áfengissmakki í kjölfarið.
Það voru þó nokkrir sem ákváðu að deila öðru en bara áfengistegundinni, þ.e. aldrinum sem fólk var á þegar áfengis var neytt í fyrsta skipti.
Á Íslandi þarf einstaklingur að hafa náð 20 ára aldri til að mega neyta áfengis, skv. lögum. Það eru þó ekki allir sem fylgja þeim lögum enda getur verið auðvelt fyrir ungmenni að komast í tæri við áfengi áður en tuttugasta aldursárinu er náð.
Hér fyrir neðan má sjá sögur fólks af fyrstu kynnum þeirra við áfengi og eru svörin jafn ólík og þau eru mörg.
Hvað með þig lesandi góður, hvað var fyrsta áfengið sem þú smakkaðir?