fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hjólaði fyrir bíl í Kópavogi – „Þetta er svaka­legt mynd­band“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt mynd­band af hjól­reiðamanni að verða fyrir bíl á Íslandi hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum Imgur.

Í myndbandinu má sjá mann verða fyrir bíl eftir að hafa komið á hraðferð inn á Urðarbraut í Kópa­vogi. Lög­regla segir að meiðsli manns­ins séu minni hátt­ar en maður­inn var án reiðhjóla­hjálms.

„Við höf­um þetta mál til rann­sókn­ar og höf­um séð þetta mynd­band. Þarna var um ógæti­leg­an akst­ur að ræða, hann kem­ur bara í gegn­um runna og inn á göt­una og upp á bíl­inn.“

sagði Heim­ir Rík­h­arðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, í samtali við MBL um málið.

„Þetta er svaka­legt mynd­band. Fyrst þegar ég sá þetta hrökk ég í kút. Við höf­um farið og skoðað vett­vang og hann sem sagt kem­ur á fleygi­ferð niður brekku og nær þannig hraða að hann ætl­ar bara að stökkva inn á göt­una. Hann taldi að það væri eng­inn bíll.“  

Slysið er vikugamalt en Heim­ir seg­ir að hjólreiðamaðurinn hafa farið yfir Rút­stúnið og því næst á milli tveggja runna áður en hann skaust inn á Urðarbrautina.

„Hjólið og bíll­inn skemmd­ust og hann var ekki með reiðhjóla­hjálm og kvartaði yfir eymsl­um“

Maðurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka.

Suddenly – contusions

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim