Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærir mann fyrir líkamsárásir, hótanir, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Frá þessu er greint í lögbirtingablaðinu.
Í ákæru segir að maðurinn hafi þann 18. febrúar 2018 ráðist á tvo menn á skemmtistaðnum Lundanum, með því að veita olnbogahögg, slá utan undir og taka hálstaki.
Þremur mánuðum síðar á maðurinn að hafa aftur ráðist á tvo menn og það á sama skemmtistað. Þeir menn voru slegnir, annar þeirra með hnefahöggum í líkama og andlit.
Sá ákærði var handtekinn ásamt öðru fórnarlambanna og þeim komið fyrir í lögreglubíl. Þar á sá ákærði að hafa hótað fórnarlambinu á ansi alvarlegan hátt. Þetta segir meðal annars í hótununum, en í ákærunni kemur fram að hótanirnar séu þýddar.
„Þú ert í djúpum skít tíkin þín, í djúpum skít tíkin þín, þú átt eftir að sjá það hóra,“
„Ég sker þig og fjölskyldu þína, þú sérð það tíkin, hóran þín,“
„Þú ert búin að vera, þú ert í djúpum skít, tíkin frá Nowa Ruda.“
„Ég mun skera þig og móður þína og fjölskylduna þína,“
Einnig eiga að hafa fundist hátt í 100 grömm af marijúana í vörslum þess ákærða er hann kom til Vestmannaeyja þann 23. febrúar og nokkrum dögum síðar tekin á bifreið fyrir akstur undir áhrifum vímuefna.
Þar að auki er maðurinn ákærður fyrir að brjóta á nálgunarbanni með því að hafa ítrekað sent skilaboð og hringt í ákveðin aðila.