fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Segja að umdeilt brandarablað hafi verið innkallað – „Pólitísk rétthugsun gleymdist í framleiðsluferlinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandarablaðið Þroskahefti sem gefið er út í Vestmannaeyjum í tilefni af Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið innkallað að sögn útgefenda blaðsins. Deilt hefur verið á blaðið þar sem heiti þess þykir bera vitni um ónærgætni í garð fatlaðra. Innihald þess hefur einnig farið fyrir brjóstið á mörgum. Þannig segir til dæmis um báráttukonuna Hildi Lilliendahl í nýjasta tölublaði Þroskaheftis:

„Heyrst hefur að Hildur Lillendahl ætli ekki að nota tjaldhæla á þjóðhátíðinni.“

Við fjölluðum um blaðið og gagnrýni á það í frétt fyrr í dag

Biðja fólk um að losa sig við blaðið

Útgefendur blaðsins eru félagið VKB, eða Vinir Ketils bónda. Í tilkynningu á Facebook-síðu ritsins segir:

Því miður þá neyðumst við til þess að innkalla 2019 árganginn af heftinu.
Pólitísk rétthugsun gleymdist í framleiðsluferlinu.
Við viljum biðja alla sem vilja losa sig við gölluð eintök að stafla þeim upp fyrir framan viftuna í Herjólfsdal.
Þar geta þau allavega gert eitthvað gagn og skyggt á þennan óskapnað.

Af tilkynningunni má ráða að þegar sé búið að dreifa blaðinu. Þá er blaðið enn aðgengilegt í rafrænu formi á netinu. Má því gera því skóna að innköllunin sé grín. Hvorki tókst að ná í ritstjóra blaðsins né ábyrgðarmann við vinnslu fréttarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi