Hælisleitandi, sem að eigin sögn segist ver frá Hvíta-Rússlandi, mótmælti íslenskum stjórnvöldum í dag. Hann lagðist í götuna rétt hjá Bónus í Fitjum en ljóst er að hæglega hefði getað farið illa þar sem töluverð bílaumferð er alla jafna um þetta svæði, enda Reykjanesbrautin skammt undan.
Islam Dz deilir myndbandi af þessu á Facebook en hann segir í samtali við DV að maðurinn hafi verið að mótmæla því að honum hafi verið synjað um læknisþjónustu í fjóra mánuði.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en þó það sjáist ekki í myndbandinu þá deildi Islam mynd þar sem sjá má manninn leiddan burt í járnum.
Lögregla verst allra fregna af málinu.
https://www.facebook.com/100005439312064/videos/1104137993110834