Eldur kviknaði að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði í nótt. Helmingur húsnæðisins er rústir einar eftir brunann.
Eldur kom upp í nótt og var allt tiltækt slökkvilið kallað á vettvang. Mikinn reyk hefur lagt frá brunanum og slökkviliðið ráðlagði íbúum á svæðinu að loka gluggum og lækka á ofnum í morgun. Enn er unnið að því að slökkva síðustu glæðurnar.
Í húsinu er Fiskmarkaður Suðurnesja með starfsemi, en sá hluti hússins varð ekki eldinum að brá. Önnur saga er um þann stað hússins þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi en þar varð altjón. Framkvæmdastjóri IP útgerðar sagði í samtali við Vísi í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir brunann. Tjónið væri gríðarlegt.
Fornubúðir 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. sem sagði í samtali við mbl.is í dag að heildartjón hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Enn er unnið að því að slökkva síðustu glæðurnar.
Myndir: Eyþór Árnason