fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Móðir Sunnu Elvíru dæmd – Unnur þarf að greiða tugi milljóna í sekt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega á Spáni á síðasta ári, hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þar að auki þarf hún að greiða 106,5 milljóna króna sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf.

Vísir greinir frá þessu. Unnur er móðir Sunnu Elviru en hún var starfsmaður SS verks um árabil og sá um bókhald félagins. DV fjallaði meðal annars um umdeilan gjörning sem skiptastjóri rannsakaði en hann snerist um heimili Unnar í Kópavogi. Þann 10. maí 2017 var þinglýst afsali af íbúð í fjölbýlishúsi við Vallakór 2b í Kópavogi. Seljandi íbúðarinnar var SS hús ehf., en fyrirtækið byggði umrætt fjölbýlishús.

Kaupandi fasteignarinnar var GS Pípulagnir ehf., en það félag var stofnað af Gísla Steingrímssyni, eiginmanni Unnar og stjúpföður Sunnu Elviru. Sunna Elvira er skráð stjórnarformaður félagsins og framkvæmdastjóri en hún kvittaði undir afsalið að eigninni fyrir hönd GS Pípulagna ehf.

Í dómi héraðsdóms var litið til heilsubrests Unnar auk annarra áfalla undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“