fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Drengurinn sem Margrét Müller brennimerkti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson rifjar upp vist sína í Rifftúni í Ölfusi, kaþólskum sumarbúðum með tengingu við Landakotsskóla, í nýjum pistli á Stundinni. Fyrir nokkrum árum komust Landakotsskóli og Riftún mikið í fréttir vegna fjölmargra ásakana um kynferðislegt og andlegt ofbeldi af hálfu skólastjórans Sr. Georg og kennarans Margrétar Müller.

Hermann tekur fram að hann hafi ekki orðið fyrir neinu misjöfnu þessar sumarvikur en hann varð hins vegar vitni að því hvernig Margrét Müller brennimerkti einn dreng sem þarna dvaldist og sagði hinum börnunum að enginn ætti að tala við drenginn. Pistill Hermanns er öðrum þræði hugleiðing um eðli brennimerkingarinnar og hann vekur athygli á því að í dag er Margrét sjálf brennimerkt meðal almennings.

Hermann gerðist svo djarfur að gefa sig á tal við drenginn sem Margrét hafði brennimerkt. Segir svo frá því í pistlinum:

„Já, ég ætla að leyfa mér að vera stoltur af því: Það fyrsta sem ég gerði — af einhverri eðlishvöt? — þegar ég sá strákana tvo, hinn bannaða og hinn hálfbannaða, var að gefa mig á tal við þá. Þeir höfðu ekki mikinn áhuga á mér því að ég var miklu yngri. Ég spurði þá spurningar sem ég man ekki nákvæmlega hver var en hún snerist um Margréti Müller og samskiptabannið. En ég man svarið:

„Hún er brjáluð.“

Lengra varð samtalið ekki. Það var áhrifameira fyrir mig en þá. Einhver hafði svo sem gefið sig á tal við þá, í algeru samskiptabanni, en sjálfur hafði ég kynnst í fyrsta skiptið samfélagslegri brennimerkingu í öllu sínu veldi. Ég man ekki hvað þeir hétu, enda mátti ekki einu sinni nefna þá á nafn. Það sem sat eftir var furða og einslags þrjóska. Ég sá ekki að bannaði strákurinn væri neitt vondur.

***

Þessi sumartíð leið. Foreldrar mínir komu og sóttu mig. Ég vissi ekki, fremur en önnur börn, hvaða lærdóm ég ætti að draga af þessari vist. Svo mikið veit ég núna að svo lengi sem ég lifi mun ég, til góðs eða ills, gefa mig á tal við hina útskúfuðu og hina brennimerktu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“