fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Vann heimsmeistaramótið í Fortnite – 5 milljarðar í verðlaunafé: „Hann var með hugann við efnið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. júlí 2019 13:00

Fortnite er vinsæll leikur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Giersdorf spilar tölvuleikinn Fortnite í 8 til 10 tíma á dag en foreldrar hans kvarta þó ekki.

Æfingin hefur heldur betur skapað meistarann þar sem Kyle vann heimsmeistaramótið í Fortnite. Mótið var haldið fyrir fullum íþróttaleikvangi í New York. Alls tóku 100 manns þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins en 40 milljón manns tóku þátt í forkeppninni sem fór fram á netinu. 

Kyle fékk 3 milljónir dollara eða um 367 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn í mótinu. Kyle er 16 ára gamall en virðist vera með nokkuð gott fjármálavit þrátt fyrir ungan aldur. Hann ætlar að spara peninginn frekar en að detta í kaupæði.

„Mig langar bara í nýtt skrifborð og kannski annað borð fyrir bikarinn.“

Heimsmeistaramótið braut blað í sögu rafíþrótta þar sem heildarsumma verðlaunafés hefur aldrei verið hærri í rafíþróttamóti. Verðlaunaféð taldi 40 milljónir dollara sem gera tæpa 5 milljarða í íslenskum krónum.

Eftir sigurinn var Kyle faðmaður af fjólskyldunni sinni. Darcy Giersdorf, móðir hans, er stolt af syni sínum.

„Þetta hefur mikil áhrif á lífið hans. Tölvuleikir eru hans ástríða, hann hefur verið að spila þá síðan hann var þriggja ára. Hann sagði okkur að hann gæti gert þetta, hann var með hugann við efnið og hann kláraði þetta.“

Rafíþróttir hafa vakið mikla athygli á Íslandi undanfarið og þá sérstaklega eftir að Rafíþróttasamtök Íslands eða RÍSÍ voru stofnuð. Nýverið hafa þó nokkur íþróttafélög hafa sett á laggirnar sérstakar rafíþróttadeildir.

Samtökin voru stofnuð fyrir um átta mánuðum og hefur fjölmargt breyst í umhverfi rafíþrótta í dag. Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður RÍSÍ en hann talaði við DV um rafíþróttir á Íslandi.

„Við höfum náð miklum árangri í uppbyggingu rafíþrótta á Íslandi meðal annars með samstarfi við íþróttafélögin, Íþróttabandalag Reykjavíkur sem og borgarstjórn.“ 

Rafíþróttasamtök Íslands eru í samstarfi við Rafíþróttaskólann sem hefur það á stefnuskrá sinni að búa til námskrár og æfingar og vinna eftir aðferðafræði til að skapa hæfa keppendur fyrir alþjóðleg keppnismót í rafíþróttum. 

„Við höfum verið mjög duglegir að vinna með bæði börnum og unglingum og búa til heilbrigt og jákvætt umhverfi fyrir þau til að æfa og stunda rafíþróttir. Dæmigerð æfingarrútína fyrir rafíþróttamann er líkamleg upphitun og teygjur til þess að koma sér í rétt hugarfar og form til þess að æfa leikhæfni. Slíkar æfingar eru nauðsynlegar til þess að draga úr hættu á ýmsum álagsmeiðslum svo sem sinaskeiðabólgu, stífum hálsi og fleiru. 

Þá æfir iðkandi ýmsa einangraða þætti innan hvers leiks fyrir sig inni í sérhönnuðu leikjaumhverfi. Þessi leið er töluvert skilvirkari, árangursríkari og heilbrigðari en að spila leiki í 12 klukkustundir samfleytt daglega í 10 ár. Einnig eru margir leikir byggðir þannig að það er spilað í liðum. Þá þarf sérstaklega að æfa samvinnu á milli liðsfélaga og margt fleira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann