fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hvar verður þú í blíðviðrinu á miðvikudag?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. júlí 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur leikið við landsmenn í sumar, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Á miðvikudag verður hins vegar sól um allt land og þann dag nær sumarið kannski hámarki veðurfarslega að margra mati. Í hádeginu á miðvikudag verður til dæmis 20 stiga hiti í Reykjavík og suðaustangola. Þá verður heiðskírt og sól um mestallt land en  hæstu hitatölurnar á suðvesturhorninu og á Vesturlandi. Einna síst verður veðrið í Vestmannaeyjum þennan dag þar sem búast má við mjög stífum austanvindi.

Veðrið um verslunarmannahelgina lítur vel út en á föstudag og laugardag verður sól og blíða víða um land.

Veðurhorfur næsta sólarhring samkvæmt veðurstofu Íslands: Austlæg átt, víða 3-8 m/s í dag, en 8-13 syðst. Þokuloft við austurströndina og Húnaflóa, annars bjart með köflum. Síðdegis má búast við stöku skúrum SV-lands. Hiti 16 til 25 stig, en 10 til 16 á A-landi. Austan 5-15 m/s á morgun, hvassast við suðurströndina og á annesjum NV-lands. Skúrir á sunnanverðu landinu, en skýjað með köflum norðan heiða. Áfram hlýtt í veðri.

Veðurhorfur á miðvikudag: Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands.

Fimmtudagur: Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara á Austurlandi.

Föstudagur og laugardagur: Hæg breytileg átt eða hafgola, bjart með köflum og hlýtt í veðri, en þokuloft við norður- og austurströndina.

Á sunnudag er útlit fyrir svipað veður áfram.

Sjá veðrið eftir landshlutum á veðurvef DV

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi