fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

E. coli sýkingin gífurlegt áfall fyrir fjölskylduna í Efstadal II

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. júlí 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áfallið við að lenda í svona tilfelli er gríðarlegt og hefur reynt mjög á stórfjölskylduna í Efstadal,“ segir Sölvi Arnarsson hjá ferðaþjónustubænum Efstadal II sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna skæðrar sýkingar af völdum bakeríunnar e. Coli STEC. Sölvi segir að fjölskyldan standi þétt saman og komist yfir áfallið en að sjálfsögðu sé áfallið miklu meira fyrir þá sem hafa fengið sýkinguna. Alls hafa 22 eintstaklingar greinst með smit, 20 börn og tveir fullorðnir. Enginn hefur greinst með smit síðan 19. júlí.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaðið Bændablaðsins. Þar kemur fram að líklegasta smitleiðin sé ís sem seldur hefur verið á staðnum en þó hafa engin sýni fundist í ísnum frá Efstadal II. Hins vegar hafa ekki náðst sýni úr þeim ís sem fólkið er sýktist hafði neytt því ný framleiðsla var komin í notkun áður en sýni voru tekin út ísnum. Ísinn er talinn líklegasta orsökin vegna þess að neysla á honum er það eina sem öll hin sýktu áttu sameiginlegt.

Veitingastaðurinn og ísbúðin í Efstadal II voru opnuð árið 2013 og aldrei áður hafa komið upp nein vandræði af þessu tagi verðandi reksturinn. Um 70-100 þúsunda manns heimsækja Efstadal II árlega.

Öll börnin sem sýktust hafa verið útskrifuð af spítala og eru á batavegi.

Í Bændablaðinu er farið vítt yfir sviðið og kemur meðal annars fram það álit dýralæknis að aukin smithætti fylgi matvælum sem koma beint frá býli. Þá kemur fram það eindregna álit að hreinlæti sé afar miklilvægt þegar kemur að aðgengi fólks að dýrum. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi að Erpsstöðum í Búðardal, segir:

„Á hinn bóginn þurfum við sem eru að bjóða upp á aðgengi að dýrum og eða matvæli beint frá býli að passa upp á að allt sé í lagi. Dýrin verða að vera í snyrtilegu og hreinu umhverfi þar sem hægt er að koma að þeim á þurru undirlagi og að fólk geti þvegið sér eftir að hafa klappað þeim. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er smithætta í kringum dýr og meðvitað um að hreinlæti er númer eitt, tvö og þrjú og það eiga allir að hafa lært í leikskóla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi