Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru systur handteknar í nótt í miðbænum. Um eittleytið var tilkynnt um konu sem ku hafa ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð.

Systur konunnar, sem var á vettvangi, var jafnframt handtekin en hún er sögð hafa reynt að tálma störf lögreglu með því að aðstoða systur sína. Hún er sögð ekki hafa farið að fyrirmælum lögreglu og því handtekin. Systrunum var sleppt eftir að lögregla hafði rætt við þær. Báðar voru ölvaðar.

Rétt fyrir miðnætti í gær var svo tilkynnt um líkamsárás við Egilshöll. Þar hafði karlmaður verið kýldur og var hann með brotnar tennur. Sá sem réðst hann var farinn þegar lögreglu bar að.