fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Íslenskir femínistar ætla að myndbirta níðinga á vafasamri hefndarklámssíðu – „Algjörlega fokking viðbjóðslegt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. júlí 2019 14:53

Druslugangan 2018 Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur hvetur aðra femínista innan Facebook-hóp íslenskra femínista til að láta krók koma á móti bragði gegn hefndarklámssíðunni Chansluts. Ítrekað hefur verið fjallað um síðuna undanfarin ár í íslenskum fjölmiðlum en þar birta menn nektarmyndir af ungum og jafnvel ólögráða stúlkum nær undantekningarlaust í óþökk viðkomandi.

Allir notendur síðunnar eru nafnlausir og lítið sem ekkert eftirlit. Því hefur hún starfað nánast óáreitt um margra ára skeið. Lögregla hefur áður fullyrt að síðan sé til rannsóknar en ekki verður séð að það hafi skilað neinu. Friðrik Smári Björgvinsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagðist til að mynda árið 2017 ekki vilja gefa upp hvort síðan sé til rannsóknar eða ekki. „En við þekkjum síðuna. Það er alls konar efni sem hefur ratað þarna inn,“ hafði Vísir eftir honum.

Nú virðast femínistar hafa fengið sig fullsadda af þessari síðu og hyggjast nota nafnleysið á síðunni gegn níðingum. „Ég er svo fokking þreytt á að chansluts sé ennþá uppi, fullt af stafrænu kynferðisofbeldi, gagnvart fólki frá 11 ára, algjörlega fokking viðbjóðslegt og lögreglan gerir ekki skít,“ segir fyrrnefnd kona.

Hún segist hafa fengið klikkaða hugmynd, að birta nöfn kynferðisofbeldismanna sem ekki hafa verið dæmdir á þessari síðu. Þar sem allir séu nafnlausir þar þá ætti ekki að koma til meiðyrðamáls. „Svo, ég er með klikkaða hugmynd, fyrst við erum allar kærðar fyrir að opinbera nauðgara og aðra ofbeldismenn á fb, gerum það þá á chansluts? Tökum powerið yfir chansluts, eignum okkur það, fyllum það af myndum af gerendum. Því fyrst þeir fá að komast upp með að deila stafrænu kynferðisofbeldi þá ættum við að komast upp með að vara annað fólk við ofbeldismönnum. Ég ætla að byrja hlaða inn um leið og ég kemst í tölvu, feel free to join the movement,“ segir konan nú síðdegis.

Hugmyndin hefur fengið gífurlega góð viðbrögð innan fyrrnefnds femínistahóps. „Mér finnst þetta snilldar hugmynd! Skulum sjá hversu langan tíma það tekur að yfirvöld geti skyndilega gert eitthvað í þessu,“ segir til að mynda ein kona.

Þráður á Chansluts hefur nú þegar verið stofnaður og þar segir: „Jæja stelpur, látið vaða. Sendið inn screenshot af hinum allra verstu strákum sem þið hafið lent í svo aðrar lendi ekki í þeim. Ef þeir áframsendu nektarmyndir, neyddu ykkur til þess að gera eitthvað eða voru bara almennt fávitar, sendið allt skítkast á mig og styðjum hvor aðra!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“