fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um nýjan seðlabankastjóra

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. júlí 2019 19:00

Ásgeir Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri í vikunni og tekur við af Má Guðmundssyni. Ásgeir er hagfræðingur að mennt, en hér eru fimm hlutir sem þú vissir hugsanlega ekki um hann.

Óleikskólagenginn

Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna. Ásgeir ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og á Hólum í Hjaltadal. Vegna þess að hann sleit barnsskónum í sveit gekk hann aldrei í leikskóla.

Jón Bjarnason.

Datt óvart í hagfræði

Ásgeir skráði sig upprunalega í líffræði í háskóla en hætti eftir eina önn. Hann ætlaði að verða læknir eins og langafi sinn, Páll Kolka, og fékk vinnu sem aðstoðarmaður á deild 14G á Landspítalanum, sem var sérhæfð í gigtarsjúkdómum.

Saga skeggsins

Eftir að hafa flosnað úr líffræðinámi kallaði hagfræðin. Til þess náms má rekja uppruna skeggsins sem Ásgeir skartar. Því byrjaði hann að safna í prófum á öðru ári í hagfræði árið 1993 og hefur ekki rakað það af síðan.

Hann hefur gefið út geisladisk

Ásgeir gaf út geisladiskinn Jón Arason in Memoriam árið 2003 ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Gerði Bolladóttur söngkonu. Geisladiskurinn innihélt lög við ljóð Jóns Arasonar biskups, en Gerður er systir Jónu Hrannar Bolladóttur prests.

Geisladiskurinn.

Samfélagsmiðlaseinn

Ásgeir byrjaði ekki á Facebook fyrr en í fyrra og hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn á Facebook þann 21. júní síðastliðinn þegar hann varð 49 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu