Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gærkvöldi erlendan ferðamann á Mýrdalssandi þar sem hann ók á hátt í 130 km hraða. Þegar lögreglumaður var að boða ökumann yfir í lögreglubílinn veitti hann því athygli að í aftursæti bílsins sátu þrír farþegar og kom í ljós að einn þeirra sat undir þriggjar ára barni og barnið því laust í bílnum.
Fékk ökumaður væna sekt fyrir hraðaksturinn ásamt því að foreldrarnir þurftu einnig að greiða sekt fyrir að vera ekki með barnið í viðeigandi barnabílsstól, sem þó var til staðar í bílnum.
Í tilkynningu sinni varar lögreglan á Suðurlandi jafnframt við hraðakstri og við sauðfé á beit við vegi í Borgarfirði eystri:
„Nokkuð hefur verið um það í aðdraganda helgarinnar að ungir ökumenn á leið á Borgarfjörð eystri á hátíðina Bræðsluna hafa stigið heldur þungt á inngjöfina og verið stöðvaðir vegna hraðaksturs.
Þá hefur það aukist talsvert að ekið hefur verið á sauðfé í umdæminu og vill lögregla beina þeim tilmælum til ökumanna að virða hámarkshraða og hafa það í huga að sauðkindin er víða á beit í háu grasinu sem liggur víða hátt og þétt upp við vegaxlir á þjóðvegi 1.“