Fólk á það til að detta í djúpar samræður um samsæriskenningar enda eru til samsæriskenningar um allt milli himins og jarðar. Íslendingar eru þar engin undantekning en Silja Björk deildi færslu á Twitter þar sem hún spyr hvaða samsæriskenningar það séu sem fólk trúir að séu sannar.
Eru einhverjar samsæriskenningar sem þið trúið/myndu ekki koma ykkur á óvart, að reyndust sannar? ?
— Silja Björk (@siljabjorkk) July 25, 2019
Þetta vakti greinilega einhverja athygli fólks því tístið er komið með fjölmörg svör. Svörin voru ekki af verri endanum en það eru greinilega margir sem trúa því að einhverjar samsæriskenningar séu í raun sannar.
Hvað finnst þér? Eru einhverjar samsæriskenningar sem þú telur að séu sannar?